01

Hver erum við

Bifreið.is var áður partur af Tækniþjónustu Bifreiða sem stofnað var 10. ágúst 1999. Á þeim 19 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur sala varahluta aukist jafnt og þétt og um mitt ár 2015 var salan orðin það mikil að þáverandi húsnæði dugði ekki undir lager okkar og því var ákveðið að Bifreið.is mundi flytja í stærra húsnæði og þannig ná að þjónusta viðskiptavini sína mun markvissara en möguleiki var áður. Við erum ennþá staddir í Hjallahrauni 4 en nú við hlið Tækniþjónustu Bifreiða.

Á þeim 19 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt höfum við aflað okkur viðamikillar reynslu og þekkingar sem nýst hefur til að gera þjónustu okkar betri og markvissari. Þannig höfum við þróað með okkur öruggt kerfi sem stuðlar að því að tryggja hraða og rétta afgreiðslu varahluta. Stór hluti af því kerfi er að geta miðað að því að eiga tilbúna til afgreiðslu þá varahluti sem líklegir eru til að bila. Ennfremur getum við sérpantað þá varahluti sem áður voru eingöngu fáanlegir hjá bílaumboðunum.

Bifreið.is © 2020 All Rights Reserved.